Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Liður 3 í aðgerðapakka kominn fram

 Ríkistjórnin er að standa sig vel. Það fjölgar þeim liðum í aðgerðapakkanum sem hafa komið fram.

Aðgerðapakkínn í heild ( sjá fyrra blogg):

Ríkisstjórnin þarf að tryggja trú á íslensku krónuna og stöðugleika hennar. Ennfremur þarf að lágmarka skaða almennings og atvinnulífsins. Til þess þarf aðgerðarpakka sem innifelur meðal annars að:

1. Skipa út seðlabankaráði og fá reynda hagfræðinga og bankamenn í ráðið þar á meðal þekktan erlendan bankamann. Þetta er frumskilyrði til þess að skapa alþjóðlaga tiltrú á íslensku krónunni og bankakerfi.

2. Efla gjaldeyrissjóðinn það mikið að hægt verði að leysa út öll jöklabréf og skapa trúverðugleika um fast gengi. Til þess þarf a.m.k. 500 milljarða til viðbótar við núverandi gjaldeyrissjóð. Hluti þess,  200 milljarðar, kæmi frá lífeyrissjóðunum.

3. Falla frá verðbólgumarkmiðum seðlabankans og festa gengi krónunnar þannig að gengisvísitalan verði á bilinu 160 til 200. Það mætti gera með því að festa gengið við Evruna og dönsku krónuna þannig að Evran samsvari t.d. 125 krónum íslenskum. Þetta tryggir stöðugt verðlag á Íslandi til lengri tíma þar sem mestur hluti innflutnings landsins er bundinn þessum gjaldmiðum.

4. Lækka stýrivexti seðlabankans niður í 10% og dráttarvexti niður í 17% í fyrst skrefi. Þegar hægir á verðbólgunni og nýtt fastgengi festir sig í sessi má lækka vextina meira. Lækkun vaxta og dráttarvaxta er mjög mikilvæg til þess að tryggja hag skuldugra heimila og fyrirtækja og forðast fjöldagjaldþrot sem bitnar á bönkunum og síðan allri þjóðinni.

5. Sækja um inngöngu í Evrópusambandið með það að markmiði að taka upp evruna ein fljótt og hægt er miðað við þær kröfur sem þarf að uppfylla um verðbólgu og stöðu ríkissjóðs til þess að fá aðild að myntbandalaginu.

6. Draga tímabundið úr umsvifum bankanna meðan við erum ekki búin að taka upp evru og óróleiki er jafn mikill á alþjóðlegum mörkuðum og nú er.

7. Setja reglur um starfsemi bankanna þannig að stjórnendur þeirra geti ekki skammtað sér óhólfslaun hvort sem er við ráðningu, á stafstíma eða við starfslok. Hvatakerfi bankanna má ekki hvetja til útþenslu þeirra og aukinnar áhættu í útlánum.


mbl.is Gengi krónu fest tímabundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Liður 2 í aðgerðapakkanum kominn fram

Nú er liður 2 í aðgerðapakkanum kominn fram. Næst er að festa genið á krónunni miðað við Evru og lækka stýrivexti og dráttarvexti. Aðgerðarpakkinn sem settur var fram í gær. Ef gengið verður fest eins og lagt er til í 125 krónum fyrir hverja evru þá nemur lánið 500 milljörðum eins og fram kemur í pakkanum.

 Tillaga að aðgerðarpakka frá 6. október:

 

Ríkisstjórnin þarf að tryggja trú á íslensku krónuna og stöðugleika hennar. Ennfremur þarf að lágmarka skaða almennings og atvinnulífsins. Til þess þarf aðgerðarpakka sem innifelur meðal annars að:

1. Skipa út seðlabankaráði og fá reynda hagfræðinga og bankamenn í ráðið þar á meðal þekktan erlendan bankamann. Þetta er frumskilyrði til þess að skapa alþjóðlaga tiltrú á íslensku krónunni og bankakerfi.

2. Efla gjaldeyrissjóðinn það mikið að hægt verði að leysa út öll jöklabréf og skapa trúverðugleika um fast gengi. Til þess þarf a.m.k. 500 milljarða til viðbótar við núverandi gjaldeyrissjóð. Hluti þess,  200 milljarðar, kæmi frá lífeyrissjóðunum.

3. Falla frá verðbólgumarkmiðum seðlabankans og festa gengi krónunnar þannig að gengisvísitalan verði á bilinu 160 til 200. Það mætti gera með því að festa gengið við Evruna og dönsku krónuna þannig að Evran samsvari t.d. 125 krónum íslenskum. Þetta tryggir stöðugt verðlag á Íslandi til lengri tíma þar sem mestur hluti innflutnings landsins er bundinn þessum gjaldmiðum.

4. Lækka stýrivexti seðlabankans niður í 10% og dráttarvexti niður í 17% í fyrst skrefi. Þegar hægir á verðbólgunni og nýtt fastgengi festir sig í sessi má lækka vextina meira. Lækkun vaxta og dráttarvaxta er mjög mikilvæg til þess að tryggja hag skuldugra heimila og fyrirtækja og forðast fjöldagjaldþrot sem bitnar á bönkunum og síðan allri þjóðinni.

5. Sækja um inngöngu í Evrópusambandið með það að markmiði að taka upp evruna ein fljótt og hægt er miðað við þær kröfur sem þarf að uppfylla um verðbólgu og stöðu ríkissjóðs til þess að fá aðild að myntbandalaginu.

6. Draga tímabundið úr umsvifum bankanna meðan við erum ekki búin að taka upp evru og óróleiki er jafn mikill á alþjóðlegum mörkuðum og nú er.

7. Setja reglur um starfsemi bankanna þannig að stjórnendur þeirra geti ekki skammtað sér óhólfslaun hvort sem er við ráðningu, á stafstíma eða við starfslok. Hvatakerfi bankanna má ekki hvetja til útþenslu þeirra og aukinnar áhættu í útlánum.

 


mbl.is Seðlabankinn fær lán frá Rússlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tillaga að aðgerðapakka

Ríkisstjórnin þarf að tryggja trú á íslensku krónuna og stöðugleika hennar. Ennfremur þarf að lágmarka skaða almennings og atvinnulífsins. Til þess þarf aðgerðarpakka sem innifelur meðal annars að:

1. Skipa út seðlabankaráði og fá reynda hagfræðinga og bankamenn í ráðið þar á meðal þekktan erlendan bankamann. Þetta er frumskilyrði til þess að skapa alþjóðlaga tiltrú á íslensku krónunni og bankakerfi.

2. Efla gjaldeyrissjóðinn það mikið að hægt verði að leysa út öll jöklabréf og skapa trúverðugleika um fast gengi. Til þess þarf a.m.k. 500 milljarða til viðbótar við núverandi gjaldeyrissjóð. Hluti þess,  200 milljarðar, kæmi frá lífeyrissjóðunum.

3. Falla frá verðbólgumarkmiðum seðlabankans og festa gengi krónunnar þannig að gengisvísitalan verði á bilinu 160 til 200. Það mætti gera með því að festa gengið við Evruna og dönsku krónuna þannig að Evran samsvari t.d. 125 krónum íslenskum. Þetta tryggir stöðugt verðlag á Íslandi til lengri tíma þar sem mestur hluti innflutnings landsins er bundinn þessum gjaldmiðum.

4. Lækka stýrivexti seðlabankans niður í 10% og dráttarvexti niður í 17% í fyrst skrefi. Þegar hægir á verðbólgunni og nýtt fastgengi festir sig í sessi má lækka vextina meira. Lækkun vaxta og dráttarvaxta er mjög mikilvæg til þess að tryggja hag skuldugra heimila og fyrirtækja og forðast fjöldagjaldþrot sem bitnar á bönkunum og síðan allri þjóðinni.

5. Sækja um inngöngu í Evrópusambandið með það að markmiði að taka upp evruna ein fljótt og hægt er miðað við þær kröfur sem þarf að uppfylla um verðbólgu og stöðu ríkissjóðs til þess að fá aðild að myntbandalaginu.

6. Draga tímabundið úr umsvifum bankanna meðan við erum ekki búin að taka upp evru og óróleiki er jafn mikill á alþjóðlegum mörkuðum og nú er.

7. Setja reglur um starfsemi bankanna þannig að stjórnendur þeirra geti ekki skammtað sér óhólfslaun hvort sem er við ráðningu, á stafstíma eða við starfslok. Hvatakerfi bankanna má ekki hvetja til útþenslu þeirra og aukinnar áhættu í útlánum.


mbl.is Ekki þörf á aðgerðapakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öll alvöru viðskipti í Evrum

Eitt af því sem vekur athygli í stórviðskiptum í bankaheiminum er að íslenska krónan er úr leik og Seðlabankinn hefur tekið upp Evruna. Seðlabankinn leggur Glitni ekki til íslenskar krónur, nei hann "bjargar" Glitni með 600 milljón evrum í hlutafé. Eiginfjárhlutfall Landsbankans var orðið of lágt og því er bjargað á síðasta degi þriðja ársfjórðungs með því að selja hluta af erlendri starfsemi bankans fyrir Evrur. Eiginfjárhlutfallið ætti því ekki að versna þegar uppgjör þriðja ársfjórðungs verður birt.


mbl.is Straumur eignast hluta Landsbankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síðasti naglinn í líkkistu íslenslu krónunnar er kominn

Það hefur verið mikið gert úr því að gjaldeyrisforði Seðlabankans hafi fimmfaldast í 500 milljarða. Nú hefur ónýtur mælikvarðinn, íslenska krónan, enn rýrnað og gjaldeyrisforðinn vaxið og nálgast væntanlega 600 milljarða. Er Seðlabankinn eins og hinir bankarnir að græða á gengisfalli íslensku krónunnar? Ætti hann ekki að nota gjaldeyrisforðann til þess að auka stöðugleika í gengi krónunnar og berjast þannig gegn verðbólgu og nálgast verðbólgumarkmið sitt?

Það er ekkert skynsamlegt svar við þessari spurningu þar sem sjálfstæð íslensk króna á ekki lengur erindi í íslensku hagkerfi. Dagleg viðskipti með krónuna eru margföld á við mánaðarlegan útflutning íslensku þjóðarinnar og gengið ræðst af ósýnilegri hönd markaðarins án þess að bláa höndin vilji eða geti haft þar mikil áhrif.

Arkitektar og verkfræðingar nota metrakerfið til þess að hanna hús. Ef metrinn minnkaði jafn ört og íslenska krónan þá væri lofthæð í húsi, sem hannað var í fyrra, 1,5 metrar þegar flutt er inn nú í haust í stað 2,5 metrar. Það sjá allir að þetta mikil óvissa um mælieiningu gengur ekki í arkitektúr og hönnun. Því skyldu þeir sem stunda atvinnurekstur á íslandi og þurfa að gera áætlanir og skuldbindingar mánuði og ár fram í tímann sætta sig við ónýta mælieiningu; íslensku krónuna.

Síðasti naglinn í líkkistu íslensku krónunnar er kominn. Því miður eru enn of margir áhrifamenn sem ekki sjá hann. Ef ekki er hægt að lækna sjóndepurðina þarf að senda þá á eftirlaun.


mbl.is Gengi krónunnar lækkar áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Gunnlaugur H Jónsson

Höfundur

Gunnlaugur H Jónsson
Gunnlaugur H Jónsson
Áhugamaður um orkumál, útivist og efnahagsmál.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 473

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband