Ofnýting jaðvarmans varasöm

Það er mikilvægt að nýta jarðvarmann á ábyrgan og sjálfbæran hátt með langtímasjónarmið í huga. Það er ekki ásættanlegt að ganga á jarðvarmann á suðvesturhorninu með raforkuframleiðslu. Húshitun og iðnaður á að hafa forgang að jarðvarmanum til lengri tíma. Raforkan á að vera aukaafurð en ekki stýra nýtingunni því raforkuframleiðslan nýtir aðeins 10% af orkunni í jarðhitavökvanum.

Því miður virðast núverandi stjórnendur Hitaveitu Suðurnesja og Orkuveitu Reykjavíkur hafa vikið frá þeirri stefnu að nýta jarðhitann í takt við þarfir hitaveitunnar og framleiða raforku sem aukaafurð. Þeir fylja ágengri nýtingu jarðhitasvæðanna til raforkuframleiðslu og eru þegar komnir í vandræði vegna vaxandi og viðvarandi þrýstingslækkunar á háhitasvæðum. Þeir verða að snúa við blaðinu og taka aftur upp þá stefnu sem fylgt var af fyrirrennurum þeirra því annars veður jarðhitinn ekki sjálfbær og endurnýjanleg orka.


mbl.is Getur ekki selt raforku án leyfis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki ný tíðindi

Þann 7.11.2007 bloggaði undirritaður um fyrirhugaða stækkun Bitruvirkjunar:

Styð skynsamlega nýtingu orkulinanna þar á meðal Kárahnjúkavirkjun en...

sem íbúi Árbæjarhverfis geri ég alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdum Orkuveitu Reykjavíkur á Hengilssvæði og sérstaklega Bitruvirkjun með eftirfarandi atriði í huga:

1. Loftmengun af völdum brennisteinsvetnis er orðin óásættanleg í Árbæjarhverfi í hægum austlægum áttum vegna athafna Orkuveitu Reykjavíkur á Hengilssvæðinu. Sem dæmi má taka fimmtudaginn 19. september 2006. Undirritaður fór í ferð austur fyrir fjall um kl 18. Þegar ekið var fram hjá Kolviðarhóli barst áberandi brennisteinslykt inn í bifreiðina. Við heimkomu að Árbæjarkirkju um kl 22 var brennisteinsmengunin það megn að undirritaður fékk óstöðvandi hósta er hann gekk fram hjá Árbæjarskóla og er þó ekki með astma eða annan alvarlegan lungnasjúkdóm. Undirritaður hefur heimsótt margar menguðustu stórborgir heimsins, Peking, Los Angeles, Tokyo og London, vann í síldarverksmiðju og við mælingar á hitastigi borhola Hitaveitu Reykjavíkur og háhitahola í Hveragerði á 7. áratugnum fyrir tíma mengunarvarna en þetta er versta loftmengun sem hann hefur upplifað. Þetta mikil loftmengun er óásættanleg fyrir íbúa Árbæjarhverfis og raunar hvern sem er.

2. Þegar ekið var yfir Hellisheiðina blasa við ryðgaðir burðarstaurar raflína Landsvirkjunar. Þetta er eini staðurinn frá Búrfelli að Geithálsi þar sem veruleg tæring hefur orðið á staurunum. Líklegasta orsökin er brennisteinssýrlingur sem berst frá borholum Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta er aðeins ein af mörgum sýnilegum afleiðingum þeirrar mengunar sem fylgir borholum og jarðvarmavinnslu Orkuveitu Reykjavíkur á Hengilssvæðinu.

3. Undirritaður hefur iðulega farið gangandi um Hengilssvæðið og Hellisheiðina og þá einkum á gönguskíðum að vetri til. Gufur úr borholum á svæðinu valda miklum óþægindum og nauðsynlegt er að forðast þau svæði sem gufa frá borholum leikur um. Þessi svæði hafa stækkað ár frá ári.

4. Orkuvinnslan á Hengilssvæðinu er þegar orðin langt umfram náttúrlegt varmastreymi á svæðinu. Það er því gengið á varmaforðann. Þessu má líkja við olíuvinnslu. Orkan á svæðinu mun minnka jafnt og þétt og eftir tiltölulega fáa áratugi mun aflið minnka þannig að virkjanirnar ganga ekki á fullu afli. Fleiri virkjanir munu flýta fyrir því að orkan og aflið minnki. Verði áformaðar 4 virkjanir allar byggðar á svæðinu í tiltölulega lítilli fjarlægð hver frá annarri, 10 km, munu áhrifasvæði þeirra (áhrif á gufu og jarðvatnsþrýsting) skarast og þær keppa hvor við aðra um jarðhitavökvann. Það leiðir til þess að þrýstingurinn minnkar fyrr en ella. Eftir standa fjórar virkjanir með tilheyrandi umverfisspjöllum sem ekki geta framleitt raforku á fullum afköstum. Það þarf að leiða í lög að lágmarksfjarlægð milli jarðvarmavirkjana til raforkuvinnslu sé um 20 km til þess að tryggja að jarðvarminn, orka og afl, endist lengur. Ekki viljum við sitja uppi með tugi af jarðvarmavirkjanalíkum um allt eldvika beltið frá Reykjanestá að Kelduhverfi eftir öld eða svo. (Djúpboranir gætu leyft fleiri virkjanir).

5. Með því að framleiða þetta mikla raforku nú þegar verður ekki hægt að nýta lághitann (undir 80°C) nema að (litlum) hluta í hefðbundna hitaveitu. Mestum hluta orkunnar um 90% er því kastað út í loftið með kæliturnum. Þetta er sóun á orku sem að öðrum kosti myndi nýtast höfuðborginni og raunar höfuðborgarsvæðinu öllu næstu aldirnar.

6. Meðan endurnýjanleg vatnsorka rennur ónýtt til sjávar er siðferðilega rangt að sóa jarðhita til raforkuframleiðslu í næsta nágrenni höfuðborgarsvæðisins með mikilli mengun og umhverfisáhrifum. Jarðhitann má geyma til betri tíma til nota í hitaveitu vaxandi höfuðborgar með raforkuframleiðslu sem búbót og með margfaldri nýtingu á orkunni (90%).

Niðurstaða: Þar til Orkuveita Reykjavíkur hefur ekki sýnt fram á að fyrirhuguð raforkuvinnsla á Hengilssvæðinu sé endurnýjanleg og sjálfbær og sýnt fram á að hún geti dregið verulega úr brennisteinsmenguninni frá því sem þegar er orðið ber skipulagsyfirvöldum og viðkomandi sveitarfélögum að stöðva frekari virkjun jarðvarma á Hengilssvæðinu til raforkuframleiðslu. Heilsa og velferð íbúa höfuðborgarsvæðisins, einkum þeirra er búi austan Elliðaáa, er í húfi.


mbl.is Brennisteinsvetnismengun við heilsuverndarmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lokaðar dyr skattaskjóla hafa opnast, hefjum samvinnu við Breta

The Guardian birtir í gær frétt undir fyrirsögninni: Brown styður alþjóðlegt átak gegn þeim sem skjóta tekjum undan skatti. Í fréttinni segir m.a. að forsætisráðuneyti Breta (No 10) hafi sagt að Jersey, Guernsey, Mön, Bermúda og Bresku jómfrúreyjar hafi fallist á að skiptast á upplýsingum (er varða fjármagnsflutninga og undanskot undan skatti).

http://www.guardian.co.uk/business/2009/feb/05/tax-avoidance-gordon-brown

Hér á landi hafa komið fram fréttir um að íslenskir bankar hafi sent verulegar fjárhæðir til Bresku jómfrúreyja í því skyni að fela slóð þeirra. Ef hér er um að ræða ólöglega eða óeðlilega fjármagnsflutninga, sem hafa orðið til þess að rýra verðmæti eigna íslensku bankanna, þá eru það sameiginlegir hagsmunir Íslendinga og Breta að rekja slóð þessara fjármagnsflutninga og kanna eðli þeirra. Þannig má ef til vill bjarga eignum bankanna sem með óeðlilegum eða ólögmætum hætti hafa verið fluttar til Bresku jómfrúreyjanna. Skuldirnar sem Íslendingar þurfa að taka á sig í kjölfar bankahrunsins gætu lækkað nokkuð ef þeir fjármunir sem "hurfu" úr bönkunum í skattaskjól skila sér aftur.


mbl.is Erfitt að rannsaka skattaskjól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lokaðar dyr skattaskjóla að opnast, hefjum samvinnu við Breta

The Guardian birtir í dag frétt undir fyrirsögninni: Brown styður alþjóðlegt átak gegn þeim sem skjóta tekjum undan skatti. Í fréttinni segir m.a. að forsætisráðuneyti Breta (No 10) hafi sagt að Jersey, Guernsey, Mön, Bermúda og Bresku jómfrúreyjar hafi fallist á að skiptast á upplýsingum (er varða fjármagnsflutninga og unanskot undan skatti).

http://www.guardian.co.uk/business/2009/feb/05/tax-avoidance-gordon-brown

Hér á landi hafa komið fram fréttir um að íslenskir bankar hafi sent verulegar fjárhæðir til Bresku jómfrúreyja í því skyni að fela slóð þeirra. Ef hér er um að ræða ólöglega eða óeðlilega fjármagnsflutninga, sem hafa orðið til þess að rýra verðmæti eigna íslensku bankanna, þá eru það sameiginlegir hagsmunir Íslendinga og Breta að rekja slóð þessara fjármagnsflutninga og kanna eðli þeirra. Þannig má ef til vill bjarga eignum bankanna sem með óeðlilegum eða ólögmætum hætti hafa verið fluttar til Bresku jómfrúreyjanna. Skuldirnar sem Íslendingar þurfa að taka á sig í kjölfar bankahrunsins gætu lækkað nokkuð ef þeir fjármunir sem "hurfu" úr bönkunum í skattaskjól skila sér aftur.


Liður 3 í aðgerðapakka kominn fram

 Ríkistjórnin er að standa sig vel. Það fjölgar þeim liðum í aðgerðapakkanum sem hafa komið fram.

Aðgerðapakkínn í heild ( sjá fyrra blogg):

Ríkisstjórnin þarf að tryggja trú á íslensku krónuna og stöðugleika hennar. Ennfremur þarf að lágmarka skaða almennings og atvinnulífsins. Til þess þarf aðgerðarpakka sem innifelur meðal annars að:

1. Skipa út seðlabankaráði og fá reynda hagfræðinga og bankamenn í ráðið þar á meðal þekktan erlendan bankamann. Þetta er frumskilyrði til þess að skapa alþjóðlaga tiltrú á íslensku krónunni og bankakerfi.

2. Efla gjaldeyrissjóðinn það mikið að hægt verði að leysa út öll jöklabréf og skapa trúverðugleika um fast gengi. Til þess þarf a.m.k. 500 milljarða til viðbótar við núverandi gjaldeyrissjóð. Hluti þess,  200 milljarðar, kæmi frá lífeyrissjóðunum.

3. Falla frá verðbólgumarkmiðum seðlabankans og festa gengi krónunnar þannig að gengisvísitalan verði á bilinu 160 til 200. Það mætti gera með því að festa gengið við Evruna og dönsku krónuna þannig að Evran samsvari t.d. 125 krónum íslenskum. Þetta tryggir stöðugt verðlag á Íslandi til lengri tíma þar sem mestur hluti innflutnings landsins er bundinn þessum gjaldmiðum.

4. Lækka stýrivexti seðlabankans niður í 10% og dráttarvexti niður í 17% í fyrst skrefi. Þegar hægir á verðbólgunni og nýtt fastgengi festir sig í sessi má lækka vextina meira. Lækkun vaxta og dráttarvaxta er mjög mikilvæg til þess að tryggja hag skuldugra heimila og fyrirtækja og forðast fjöldagjaldþrot sem bitnar á bönkunum og síðan allri þjóðinni.

5. Sækja um inngöngu í Evrópusambandið með það að markmiði að taka upp evruna ein fljótt og hægt er miðað við þær kröfur sem þarf að uppfylla um verðbólgu og stöðu ríkissjóðs til þess að fá aðild að myntbandalaginu.

6. Draga tímabundið úr umsvifum bankanna meðan við erum ekki búin að taka upp evru og óróleiki er jafn mikill á alþjóðlegum mörkuðum og nú er.

7. Setja reglur um starfsemi bankanna þannig að stjórnendur þeirra geti ekki skammtað sér óhólfslaun hvort sem er við ráðningu, á stafstíma eða við starfslok. Hvatakerfi bankanna má ekki hvetja til útþenslu þeirra og aukinnar áhættu í útlánum.


mbl.is Gengi krónu fest tímabundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Liður 2 í aðgerðapakkanum kominn fram

Nú er liður 2 í aðgerðapakkanum kominn fram. Næst er að festa genið á krónunni miðað við Evru og lækka stýrivexti og dráttarvexti. Aðgerðarpakkinn sem settur var fram í gær. Ef gengið verður fest eins og lagt er til í 125 krónum fyrir hverja evru þá nemur lánið 500 milljörðum eins og fram kemur í pakkanum.

 Tillaga að aðgerðarpakka frá 6. október:

 

Ríkisstjórnin þarf að tryggja trú á íslensku krónuna og stöðugleika hennar. Ennfremur þarf að lágmarka skaða almennings og atvinnulífsins. Til þess þarf aðgerðarpakka sem innifelur meðal annars að:

1. Skipa út seðlabankaráði og fá reynda hagfræðinga og bankamenn í ráðið þar á meðal þekktan erlendan bankamann. Þetta er frumskilyrði til þess að skapa alþjóðlaga tiltrú á íslensku krónunni og bankakerfi.

2. Efla gjaldeyrissjóðinn það mikið að hægt verði að leysa út öll jöklabréf og skapa trúverðugleika um fast gengi. Til þess þarf a.m.k. 500 milljarða til viðbótar við núverandi gjaldeyrissjóð. Hluti þess,  200 milljarðar, kæmi frá lífeyrissjóðunum.

3. Falla frá verðbólgumarkmiðum seðlabankans og festa gengi krónunnar þannig að gengisvísitalan verði á bilinu 160 til 200. Það mætti gera með því að festa gengið við Evruna og dönsku krónuna þannig að Evran samsvari t.d. 125 krónum íslenskum. Þetta tryggir stöðugt verðlag á Íslandi til lengri tíma þar sem mestur hluti innflutnings landsins er bundinn þessum gjaldmiðum.

4. Lækka stýrivexti seðlabankans niður í 10% og dráttarvexti niður í 17% í fyrst skrefi. Þegar hægir á verðbólgunni og nýtt fastgengi festir sig í sessi má lækka vextina meira. Lækkun vaxta og dráttarvaxta er mjög mikilvæg til þess að tryggja hag skuldugra heimila og fyrirtækja og forðast fjöldagjaldþrot sem bitnar á bönkunum og síðan allri þjóðinni.

5. Sækja um inngöngu í Evrópusambandið með það að markmiði að taka upp evruna ein fljótt og hægt er miðað við þær kröfur sem þarf að uppfylla um verðbólgu og stöðu ríkissjóðs til þess að fá aðild að myntbandalaginu.

6. Draga tímabundið úr umsvifum bankanna meðan við erum ekki búin að taka upp evru og óróleiki er jafn mikill á alþjóðlegum mörkuðum og nú er.

7. Setja reglur um starfsemi bankanna þannig að stjórnendur þeirra geti ekki skammtað sér óhólfslaun hvort sem er við ráðningu, á stafstíma eða við starfslok. Hvatakerfi bankanna má ekki hvetja til útþenslu þeirra og aukinnar áhættu í útlánum.

 


mbl.is Seðlabankinn fær lán frá Rússlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tillaga að aðgerðapakka

Ríkisstjórnin þarf að tryggja trú á íslensku krónuna og stöðugleika hennar. Ennfremur þarf að lágmarka skaða almennings og atvinnulífsins. Til þess þarf aðgerðarpakka sem innifelur meðal annars að:

1. Skipa út seðlabankaráði og fá reynda hagfræðinga og bankamenn í ráðið þar á meðal þekktan erlendan bankamann. Þetta er frumskilyrði til þess að skapa alþjóðlaga tiltrú á íslensku krónunni og bankakerfi.

2. Efla gjaldeyrissjóðinn það mikið að hægt verði að leysa út öll jöklabréf og skapa trúverðugleika um fast gengi. Til þess þarf a.m.k. 500 milljarða til viðbótar við núverandi gjaldeyrissjóð. Hluti þess,  200 milljarðar, kæmi frá lífeyrissjóðunum.

3. Falla frá verðbólgumarkmiðum seðlabankans og festa gengi krónunnar þannig að gengisvísitalan verði á bilinu 160 til 200. Það mætti gera með því að festa gengið við Evruna og dönsku krónuna þannig að Evran samsvari t.d. 125 krónum íslenskum. Þetta tryggir stöðugt verðlag á Íslandi til lengri tíma þar sem mestur hluti innflutnings landsins er bundinn þessum gjaldmiðum.

4. Lækka stýrivexti seðlabankans niður í 10% og dráttarvexti niður í 17% í fyrst skrefi. Þegar hægir á verðbólgunni og nýtt fastgengi festir sig í sessi má lækka vextina meira. Lækkun vaxta og dráttarvaxta er mjög mikilvæg til þess að tryggja hag skuldugra heimila og fyrirtækja og forðast fjöldagjaldþrot sem bitnar á bönkunum og síðan allri þjóðinni.

5. Sækja um inngöngu í Evrópusambandið með það að markmiði að taka upp evruna ein fljótt og hægt er miðað við þær kröfur sem þarf að uppfylla um verðbólgu og stöðu ríkissjóðs til þess að fá aðild að myntbandalaginu.

6. Draga tímabundið úr umsvifum bankanna meðan við erum ekki búin að taka upp evru og óróleiki er jafn mikill á alþjóðlegum mörkuðum og nú er.

7. Setja reglur um starfsemi bankanna þannig að stjórnendur þeirra geti ekki skammtað sér óhólfslaun hvort sem er við ráðningu, á stafstíma eða við starfslok. Hvatakerfi bankanna má ekki hvetja til útþenslu þeirra og aukinnar áhættu í útlánum.


mbl.is Ekki þörf á aðgerðapakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öll alvöru viðskipti í Evrum

Eitt af því sem vekur athygli í stórviðskiptum í bankaheiminum er að íslenska krónan er úr leik og Seðlabankinn hefur tekið upp Evruna. Seðlabankinn leggur Glitni ekki til íslenskar krónur, nei hann "bjargar" Glitni með 600 milljón evrum í hlutafé. Eiginfjárhlutfall Landsbankans var orðið of lágt og því er bjargað á síðasta degi þriðja ársfjórðungs með því að selja hluta af erlendri starfsemi bankans fyrir Evrur. Eiginfjárhlutfallið ætti því ekki að versna þegar uppgjör þriðja ársfjórðungs verður birt.


mbl.is Straumur eignast hluta Landsbankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síðasti naglinn í líkkistu íslenslu krónunnar er kominn

Það hefur verið mikið gert úr því að gjaldeyrisforði Seðlabankans hafi fimmfaldast í 500 milljarða. Nú hefur ónýtur mælikvarðinn, íslenska krónan, enn rýrnað og gjaldeyrisforðinn vaxið og nálgast væntanlega 600 milljarða. Er Seðlabankinn eins og hinir bankarnir að græða á gengisfalli íslensku krónunnar? Ætti hann ekki að nota gjaldeyrisforðann til þess að auka stöðugleika í gengi krónunnar og berjast þannig gegn verðbólgu og nálgast verðbólgumarkmið sitt?

Það er ekkert skynsamlegt svar við þessari spurningu þar sem sjálfstæð íslensk króna á ekki lengur erindi í íslensku hagkerfi. Dagleg viðskipti með krónuna eru margföld á við mánaðarlegan útflutning íslensku þjóðarinnar og gengið ræðst af ósýnilegri hönd markaðarins án þess að bláa höndin vilji eða geti haft þar mikil áhrif.

Arkitektar og verkfræðingar nota metrakerfið til þess að hanna hús. Ef metrinn minnkaði jafn ört og íslenska krónan þá væri lofthæð í húsi, sem hannað var í fyrra, 1,5 metrar þegar flutt er inn nú í haust í stað 2,5 metrar. Það sjá allir að þetta mikil óvissa um mælieiningu gengur ekki í arkitektúr og hönnun. Því skyldu þeir sem stunda atvinnurekstur á íslandi og þurfa að gera áætlanir og skuldbindingar mánuði og ár fram í tímann sætta sig við ónýta mælieiningu; íslensku krónuna.

Síðasti naglinn í líkkistu íslensku krónunnar er kominn. Því miður eru enn of margir áhrifamenn sem ekki sjá hann. Ef ekki er hægt að lækna sjóndepurðina þarf að senda þá á eftirlaun.


mbl.is Gengi krónunnar lækkar áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki innistæða í Henglinum fyrir Bitruvikjun

Jóhannes Zoëga, fyrrverandi hitaveitustjóri, markaði þá stefnu að virkja Hengilssvæðið fyrir hitaveituna og nýta jafnframt háþrýsta gufu til raforkuframleiðslu sem aukaafurð. Með þessu móti nýtist um 90% af varmanum í hitaveituna og um 10% til raforkuframleiðslu. Lítið fer til spillis.

Á síðustu árum hefur Orkuveita Reykjavíkur markað nýja stefnu þar sem raforkuvinnsla er orðin ráðandi þátturinn í virkjun Hengilssvæðisins. Hitaveitan getur því ekki nýtt allan lághitavarmann og hann fer út í andrúmsloftið um kæliturna. Mestur hluti varmaorkunnar, um 90%, fer til spillis.

Með þessu er verið að eyða þeirri orku sem er í Henglinum á nokkrum áratugum. Eftir situr Orkuveitan með fjórar óstarfhæfar raforkuvirkjanir á Hengilssvæðinu sem minnismerki um skammsýni mannanna og græðgi stjórnenda Orkuveitu Reykjavíkur.

Þrýstingur jarðhitasvæðisins á Nesjavöllum hefur þegar fallið sem nemur meira en 100 metrum og kominn niður fyrir sjávarmál. Þrýstingurinn fellur um tvo metra á ári. Við aukna orkuvinnslu Hellisheiðarvirkjunar mun þrýstingurinn falla enn hraðar. Ef Birtuvirkjun verður að veruleika herðir enn á þrýstifallinu. Þessar virkjanir eru aðeins í 5 km fjarlægð hvor frá annarri og því í raun að nýta sama háhitasvæðið.

Með því að stinga fleiri göt á blöðru fær maður meira loft úr blöðrunni en þeim mun fyrr tæmist blaðran. Sama lögmál gildir um háhitasvæði. Orkan í Hengilssvæðinu er takmörkuð og náttúrulegur varmastraumur úr iðrum jarðar aðeins brot af þeirri vinnslu sem ráðgerð er á Hengilssvæðinu. Rónarnir koma óorði á brennivínið. Það á ekki að tæma flöskuna í einum teig.

Vona að núverandi stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur hugsi lengur en eitt kjörtímabil og dreifi orkuvinnslunni. Næsta jarðvarmavirkjun þarf að vera góðri fjarlægt frá Henglinum, ekki minna en 15 til 20 km gæti látið nærri.

Orkuveitan mætti huga að vatnsaflsvirkjunum. Þær nýta úrkomuna sem annars rennur ónotuð til sjávar á hverju ári en ekki uppsafnaðan varmaforða síðustu alda. Markmið með þessu bloggi er að stuðla að aukinni en skynsamlegri nýtingu orkulindanna.


mbl.is Rannsóknir vegna Bitruvirkjunar hefjast á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Gunnlaugur H Jónsson

Höfundur

Gunnlaugur H Jónsson
Gunnlaugur H Jónsson
Áhugamaður um orkumál, útivist og efnahagsmál.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband