Færsluflokkur: Vísindi og fræði
21.8.2008 | 16:54
Ekki innistæða í Henglinum fyrir Bitruvikjun
Jóhannes Zoëga, fyrrverandi hitaveitustjóri, markaði þá stefnu að virkja Hengilssvæðið fyrir hitaveituna og nýta jafnframt háþrýsta gufu til raforkuframleiðslu sem aukaafurð. Með þessu móti nýtist um 90% af varmanum í hitaveituna og um 10% til raforkuframleiðslu. Lítið fer til spillis.
Á síðustu árum hefur Orkuveita Reykjavíkur markað nýja stefnu þar sem raforkuvinnsla er orðin ráðandi þátturinn í virkjun Hengilssvæðisins. Hitaveitan getur því ekki nýtt allan lághitavarmann og hann fer út í andrúmsloftið um kæliturna. Mestur hluti varmaorkunnar, um 90%, fer til spillis.
Með þessu er verið að eyða þeirri orku sem er í Henglinum á nokkrum áratugum. Eftir situr Orkuveitan með fjórar óstarfhæfar raforkuvirkjanir á Hengilssvæðinu sem minnismerki um skammsýni mannanna og græðgi stjórnenda Orkuveitu Reykjavíkur.
Þrýstingur jarðhitasvæðisins á Nesjavöllum hefur þegar fallið sem nemur meira en 100 metrum og kominn niður fyrir sjávarmál. Þrýstingurinn fellur um tvo metra á ári. Við aukna orkuvinnslu Hellisheiðarvirkjunar mun þrýstingurinn falla enn hraðar. Ef Birtuvirkjun verður að veruleika herðir enn á þrýstifallinu. Þessar virkjanir eru aðeins í 5 km fjarlægð hvor frá annarri og því í raun að nýta sama háhitasvæðið.
Með því að stinga fleiri göt á blöðru fær maður meira loft úr blöðrunni en þeim mun fyrr tæmist blaðran. Sama lögmál gildir um háhitasvæði. Orkan í Hengilssvæðinu er takmörkuð og náttúrulegur varmastraumur úr iðrum jarðar aðeins brot af þeirri vinnslu sem ráðgerð er á Hengilssvæðinu. Rónarnir koma óorði á brennivínið. Það á ekki að tæma flöskuna í einum teig.
Vona að núverandi stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur hugsi lengur en eitt kjörtímabil og dreifi orkuvinnslunni. Næsta jarðvarmavirkjun þarf að vera góðri fjarlægt frá Henglinum, ekki minna en 15 til 20 km gæti látið nærri.
Orkuveitan mætti huga að vatnsaflsvirkjunum. Þær nýta úrkomuna sem annars rennur ónotuð til sjávar á hverju ári en ekki uppsafnaðan varmaforða síðustu alda. Markmið með þessu bloggi er að stuðla að aukinni en skynsamlegri nýtingu orkulindanna.
Rannsóknir vegna Bitruvirkjunar hefjast á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 1.10.2008 kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Gunnlaugur H Jónsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar