28.3.2008 | 22:25
Löggæsla á Suðurnesjum blæðir fyrir sérsveit ríkislögreglustjóra
Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2008 lækkuðu fjárveitingar til lögreglustjórans á Suðurnesjum og sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli um 3,3% en jukust um 11,9% hjá ríkislögreglustjóra. Í fjárlagafrumvarpinu er þetta skýrt með þessum orðum: "Fjárveiting (lögreglustjórans á Suðurnesjum) lækkar að raungildi um 58 m.kr. og skýrist að mestu af 51,9 m.kr. millifærslu til embættis ríkislögreglustjóra vegna sérsveitarmanna, eins og áður segir. Áform um almennt aðhald í rekstrarkostnaði skýrir afganginn".
Það er hlutverk ráðuneyta að forgangsraða verkefnum og sú forgangsröðun kemur fram með fjárlögum. Forgangsröðun dómsmálaráðuneytisins kemur hér skýrt fram.
Hagræðing, bætt stjórnsýsla og skýr ábyrgð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Gunnlaugur H Jónsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til að halda uppi gæluverkefni Björns Bjarnasonar (ríkislögreglustjóra og sérsveit) eru aðrar deildir sveltar, það kallast aðhald í fjármálum
Kveðja
Ari Guðmar Hallgrímsson, 28.3.2008 kl. 22:47
Og ráðuneytismenn, hver um annan þveran, keppast um að segja að fjárveitingarnar til embættisins séu þær sömu "að raungildi", sem í mínum huga þýðir þá að aukning eigi að verða á milli ára, ef tillit er tekið til einfaldra þátta eins og t.d. verðbóta, almennra launahækkana, verðlagshækkana o.s.frv. - eða hvað?
Snorri Magnússon, 29.3.2008 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.