Síðasti naglinn í líkkistu íslenslu krónunnar er kominn

Það hefur verið mikið gert úr því að gjaldeyrisforði Seðlabankans hafi fimmfaldast í 500 milljarða. Nú hefur ónýtur mælikvarðinn, íslenska krónan, enn rýrnað og gjaldeyrisforðinn vaxið og nálgast væntanlega 600 milljarða. Er Seðlabankinn eins og hinir bankarnir að græða á gengisfalli íslensku krónunnar? Ætti hann ekki að nota gjaldeyrisforðann til þess að auka stöðugleika í gengi krónunnar og berjast þannig gegn verðbólgu og nálgast verðbólgumarkmið sitt?

Það er ekkert skynsamlegt svar við þessari spurningu þar sem sjálfstæð íslensk króna á ekki lengur erindi í íslensku hagkerfi. Dagleg viðskipti með krónuna eru margföld á við mánaðarlegan útflutning íslensku þjóðarinnar og gengið ræðst af ósýnilegri hönd markaðarins án þess að bláa höndin vilji eða geti haft þar mikil áhrif.

Arkitektar og verkfræðingar nota metrakerfið til þess að hanna hús. Ef metrinn minnkaði jafn ört og íslenska krónan þá væri lofthæð í húsi, sem hannað var í fyrra, 1,5 metrar þegar flutt er inn nú í haust í stað 2,5 metrar. Það sjá allir að þetta mikil óvissa um mælieiningu gengur ekki í arkitektúr og hönnun. Því skyldu þeir sem stunda atvinnurekstur á íslandi og þurfa að gera áætlanir og skuldbindingar mánuði og ár fram í tímann sætta sig við ónýta mælieiningu; íslensku krónuna.

Síðasti naglinn í líkkistu íslensku krónunnar er kominn. Því miður eru enn of margir áhrifamenn sem ekki sjá hann. Ef ekki er hægt að lækna sjóndepurðina þarf að senda þá á eftirlaun.


mbl.is Gengi krónunnar lækkar áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnlaugur H Jónsson

Höfundur

Gunnlaugur H Jónsson
Gunnlaugur H Jónsson
Áhugamaður um orkumál, útivist og efnahagsmál.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband