Liður 2 í aðgerðapakkanum kominn fram

Nú er liður 2 í aðgerðapakkanum kominn fram. Næst er að festa genið á krónunni miðað við Evru og lækka stýrivexti og dráttarvexti. Aðgerðarpakkinn sem settur var fram í gær. Ef gengið verður fest eins og lagt er til í 125 krónum fyrir hverja evru þá nemur lánið 500 milljörðum eins og fram kemur í pakkanum.

 Tillaga að aðgerðarpakka frá 6. október:

 

Ríkisstjórnin þarf að tryggja trú á íslensku krónuna og stöðugleika hennar. Ennfremur þarf að lágmarka skaða almennings og atvinnulífsins. Til þess þarf aðgerðarpakka sem innifelur meðal annars að:

1. Skipa út seðlabankaráði og fá reynda hagfræðinga og bankamenn í ráðið þar á meðal þekktan erlendan bankamann. Þetta er frumskilyrði til þess að skapa alþjóðlaga tiltrú á íslensku krónunni og bankakerfi.

2. Efla gjaldeyrissjóðinn það mikið að hægt verði að leysa út öll jöklabréf og skapa trúverðugleika um fast gengi. Til þess þarf a.m.k. 500 milljarða til viðbótar við núverandi gjaldeyrissjóð. Hluti þess,  200 milljarðar, kæmi frá lífeyrissjóðunum.

3. Falla frá verðbólgumarkmiðum seðlabankans og festa gengi krónunnar þannig að gengisvísitalan verði á bilinu 160 til 200. Það mætti gera með því að festa gengið við Evruna og dönsku krónuna þannig að Evran samsvari t.d. 125 krónum íslenskum. Þetta tryggir stöðugt verðlag á Íslandi til lengri tíma þar sem mestur hluti innflutnings landsins er bundinn þessum gjaldmiðum.

4. Lækka stýrivexti seðlabankans niður í 10% og dráttarvexti niður í 17% í fyrst skrefi. Þegar hægir á verðbólgunni og nýtt fastgengi festir sig í sessi má lækka vextina meira. Lækkun vaxta og dráttarvaxta er mjög mikilvæg til þess að tryggja hag skuldugra heimila og fyrirtækja og forðast fjöldagjaldþrot sem bitnar á bönkunum og síðan allri þjóðinni.

5. Sækja um inngöngu í Evrópusambandið með það að markmiði að taka upp evruna ein fljótt og hægt er miðað við þær kröfur sem þarf að uppfylla um verðbólgu og stöðu ríkissjóðs til þess að fá aðild að myntbandalaginu.

6. Draga tímabundið úr umsvifum bankanna meðan við erum ekki búin að taka upp evru og óróleiki er jafn mikill á alþjóðlegum mörkuðum og nú er.

7. Setja reglur um starfsemi bankanna þannig að stjórnendur þeirra geti ekki skammtað sér óhólfslaun hvort sem er við ráðningu, á stafstíma eða við starfslok. Hvatakerfi bankanna má ekki hvetja til útþenslu þeirra og aukinnar áhættu í útlánum.

 


mbl.is Seðlabankinn fær lán frá Rússlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: 365

Þá vitum við hverjir eru vinir í raun.

365, 7.10.2008 kl. 09:10

2 Smámynd: H G

Hvernig stendur á að ekki hafa sett lög sem setja ÞAK  á Raunvexti.? Ég sé hvergi minnst á að bankarnir hafa Lætt vöxtum verðtryggðra lána í um 10 % á síðustu misserum og árum. Þeir eru samtaka (samráð?) í þessu. Þetta er okur - með öðrum örðum rán - einstaklega gróft miðað við  fulla verðtryggingu.

H G, 7.10.2008 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnlaugur H Jónsson

Höfundur

Gunnlaugur H Jónsson
Gunnlaugur H Jónsson
Áhugamaður um orkumál, útivist og efnahagsmál.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband