Ofnýting jaðvarmans varasöm

Það er mikilvægt að nýta jarðvarmann á ábyrgan og sjálfbæran hátt með langtímasjónarmið í huga. Það er ekki ásættanlegt að ganga á jarðvarmann á suðvesturhorninu með raforkuframleiðslu. Húshitun og iðnaður á að hafa forgang að jarðvarmanum til lengri tíma. Raforkan á að vera aukaafurð en ekki stýra nýtingunni því raforkuframleiðslan nýtir aðeins 10% af orkunni í jarðhitavökvanum.

Því miður virðast núverandi stjórnendur Hitaveitu Suðurnesja og Orkuveitu Reykjavíkur hafa vikið frá þeirri stefnu að nýta jarðhitann í takt við þarfir hitaveitunnar og framleiða raforku sem aukaafurð. Þeir fylja ágengri nýtingu jarðhitasvæðanna til raforkuframleiðslu og eru þegar komnir í vandræði vegna vaxandi og viðvarandi þrýstingslækkunar á háhitasvæðum. Þeir verða að snúa við blaðinu og taka aftur upp þá stefnu sem fylgt var af fyrirrennurum þeirra því annars veður jarðhitinn ekki sjálfbær og endurnýjanleg orka.


mbl.is Getur ekki selt raforku án leyfis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Þetta er rétt.  En til þess að falla frá ofnýtingu verður að falla frá álveri í Helguvík.

Pétur Þorleifsson , 2.7.2009 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnlaugur H Jónsson

Höfundur

Gunnlaugur H Jónsson
Gunnlaugur H Jónsson
Áhugamaður um orkumál, útivist og efnahagsmál.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 512

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband