Löggæsla á Suðurnesjum blæðir fyrir sérsveit ríkislögreglustjóra

Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2008 lækkuðu fjárveitingar til lögreglustjórans á Suðurnesjum og sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli um 3,3% en jukust um 11,9% hjá ríkislögreglustjóra. Í fjárlagafrumvarpinu er þetta skýrt með þessum orðum: "Fjárveiting (lögreglustjórans á Suðurnesjum) lækkar að raungildi um 58 m.kr. og skýrist að mestu af 51,9 m.kr. millifærslu til embættis ríkislögreglustjóra vegna sérsveitarmanna, eins og áður segir. Áform um almennt aðhald í rekstrarkostnaði skýrir afganginn".

Það er hlutverk ráðuneyta að forgangsraða verkefnum og sú forgangsröðun kemur fram með fjárlögum. Forgangsröðun dómsmálaráðuneytisins kemur hér skýrt fram.


mbl.is Hagræðing, bætt stjórnsýsla og skýr ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Til að halda uppi gæluverkefni Björns Bjarnasonar  (ríkislögreglustjóra og sérsveit) eru aðrar deildir sveltar, það kallast aðhald í fjármálum

Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 28.3.2008 kl. 22:47

2 Smámynd: Snorri Magnússon

Og ráðuneytismenn, hver um annan þveran, keppast um að segja að fjárveitingarnar til embættisins séu þær sömu "að raungildi", sem í mínum huga þýðir þá að aukning eigi að verða á milli ára, ef tillit er tekið til einfaldra þátta eins og t.d. verðbóta, almennra launahækkana, verðlagshækkana o.s.frv. - eða hvað?

Snorri Magnússon, 29.3.2008 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnlaugur H Jónsson

Höfundur

Gunnlaugur H Jónsson
Gunnlaugur H Jónsson
Áhugamaður um orkumál, útivist og efnahagsmál.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 521

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband